31st of July – Will the sky choose for you?

July 23, 2015.

Posted by Una Sigurðardóttir.

ENGLISH BELOW

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði býður til huggulegrar kvöldstundar með músík og list. Húsið opnar klukkan 20:00.

Gestalistamaðurinn okkar Jessica Gaddis, sem dvalið hefur hér undafarinn mánuð, mun sýna verk sín inn á Járnsmíðaverkstæði. Jessica sækir efnivið sinn úr náttúrunni og hefur Íslandsdvöl hennar gefið henni mikinn innblástur.

Inn í salnum mun tónlistarfólkið Klemens Hannigan, Vinny Vamos, Magdaléna Mandorla og Una stíga á stokk og leika ljúfa tóna.

Magdalena er frá Tékklandi, en hún hefur starfað í miðstöðinni sem sjálfboðaliði undafarna mánuði. Hún er hæfileikarík tónlistarkona og hér má finna link á tónlistina hennar: http://moin.bandcamp.com/

Klemens er einnig klár tónlistarmaður og smiður með meiru. Hann er hér nú í stuttri heimsókn til að aðstoða við smíðar á Studio Silo, en ætti ef til vill að vera Stöðfirðingum kunnugur því hann spilaði á Söxu seinasta sumar.

Vinny og Unu þarf nú vart að kynna, en þau munu taka nokkur af sínum lögum :)

Boðið verður upp á kaffi og bjór og endilega komið með ykkar eigin veigar.

Tónleikarnir eru haldnir svo að fólk úr nærliggjandi byggðum geti hist, kynnst og skemmt sér saman. Þetta er ekki opinber viðburður en við hvetjum alla til að bjóða vinum og kunningjum á facebook og í raunheimum :)

Ást og friður
Liðsheild Sköpunarmiðstöðvarinnar

Sjá viðburðinn á Facebook



The Creative Centre in Stöðvarfjörður invites you for a cozy evening of art & music. The house opens at 20:00.

Our Residency artist Jessica Gaddis will show her works in the Metal Workshop, but she has been staying with us during the past month. Jessica works with elements in nature and her stay in Iceland has give her new inspiration.

In the hall the musicians Klemens Hannigan, Vinny Vamos , Magdaléna Mandorla & Una will perform their musical magic.

Magdalena is from Czech and has been doing her internship in the factory during the last months. She is a talented musician as well and here is a link to her music: http://moin.bandcamp.com/

Klemens is also a gifted musician and a carpenter. He is here for a short visit to assist with the building of Studio Silo. Perhaps the people of Stöðvarfjörður remember him, for he played here last summer in Saxa.

Vinny & Una hardly need an introduction for anyone from the area, but they will play a couple of their own songs, Una playing her Country-quirky-folk, and Vinny playing his Alterna-Pop. You can listen here: https://www.soundcloud.com/atomicanalog

We will offer coffee and beer as usual and don’t be shy to bring your own drink.

The event is held so the people from the nearby area can meet, get to know each other and have fun. This is not a public event but do not hesitate to invite your friends and neighbours on Facebook and in the real world :)

Love & Peace

See event on Facebook