Rokk & Rok Concert on 7th of March

March 2, 2015.

Posted by Una Sigurðardóttir.

Laugardaginn 7.mars býður Sköpunarmiðstöðin til tónleika að tilefni þeirrar vindasömu tíðar sem geysað hefur.

Þeir tónlistarmenn sem ljá okkur gleði að þessu sinni eru Garðar Harðar ásamt blúsbandi, en þeir munu taka stormandi blúsjamm, poppbandið Ranghalar frá Reyðarfirði mun fá allar mjaðmir til að dillast og Jeff Hollowbones frá USA mun færa okkur sjóðheitt og tilraunakennt post-rock frá Brooklyn. Eins má nefna að Jeff er gestalistamaður Sköpunarmiðstöðvarinnar í mars. Svo er aldrei að vita nema leynigesturinn komi og taki nokkur lög!

Súpa og brauð verður í boði eins og á fyrri tónleikum og ekki er úr vegi að koma með eigin veigar!

Tónleikarnir eru haldnir svo að fólk úr nærliggjandi byggðum geti hist, kynnst og skemmt sér saman. Þetta er ekki opinber viðburður en við hvetjum alla til að bjóða vinum og kunningjum:)


Ást og friður
Liðsheild Sköpunarmiðstöðvarinnar

Sjá viðburðinn á Facebook