Gagnvirk Hljóðinnsetning & Opin Stúdíó Listamanna
August 11, 2016.
Listakonurnar Julie Gendron & Emma Hendrix frá Kanada bjóða gestum og gangandi að taka þátt í gagnvirku hljóðinnsetningunni “Don’t, Stop” sem þær setja upp í Sköpunarmiðstöðinni dagana 13. og 14. ágúst. Húsið er opið frá kl: 13:00 – 18:00 báða dagana og heitt á könnunni. Julie og Emma hafa undafarin mánuð dvalið í Skálum á Seyðisfirði en hyggjast nú leggja land undir fót og kynna þetta bráðskemmtilega verk fyrir Stöðfirðingum.
Hér má sjá videó um verkið en það hefur áður verið sett upp:
Rosemary Hall er nýjasti gestalistamaður Sköpunarmiðstöðvarinnar en hún kemur frá hinni sólríku Kaliforníu. Rosemary mun hafa opna vinnustofu laugardaginn 13. ágúst frá kl: 13:00 – 16:00 og sýna gestum verk sín. Rosemary hefur heillast af þeirri fjölbreyttu flóru steina sem finna má í íslenskri náttúru og vinnur teikningar, málverk og innsetningar.
Facebook event: https://www.facebook.com/events/128402907603285