Þrettándagleði Concert on 10th of January

January 4, 2015.

Posted by Una Sigurðardóttir.

Laugardaginn 10. janúar mun verða haldin síðbúin Þrettándagleði í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Ballið byrjar kl: 20:00 og munu ýmsir tónlistarmenn stíga á stokk, Markús and the Diversion Sessions, Prins Póló, Dóri Waren, Einar Stef, SuZan Rippleblue, Vinny Vamos og Con Murphy frá Írlandi.

Þar sem tíðkast hefur að dressa sig upp í búning á Þrettándanum þykir okkur ekki úr vegi að heiðra slíkar hefðir og ef andinn kemur yfir ykkur þá endilega mætið uppáklædd… og með eigið bús :)

Okkur langar að halda svona partý þannig að fólk úr nærliggjandi byggðum geti hist, kynnst og skemmt sér saman. Þetta er ekki opinber viðburður en endilega bjóðið vinum og kunningjum með ykkur og sjáumst!

Sjá viðburðinn á Facebook