30th of May Villy Raze Concert

May 22, 2015.

Posted by Una Sigurðardóttir.

Laugardaginn 30. maí munu þeir Villy Raze & Vinny Vamos frá Írlandi flytja órafmagnaða tónleika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Fjörið hefst klukkan 21:00 og munu þeir félagar flytja eigin lög auk þess sem aldrei er að vita nema nokkur vel valin Írsk lög fái að fljóta með.

Vinny þarf vart að kynna fyrir Stöðfirðingum. Villy er borin og barnfæddur á Írlandi en er nú búsettur í Liverpool þar sem hann spilar í tveimur hljómsveitum auk þess að vinna að eigin sóló verkefnum. Það sem hann mun flytja á laugardaginn mætti kalla pönkskotin þjóðlagatónlist.

Uncle Betty með Villy Raze

Tónleikarnir eru haldnir svo að fólk úr nærliggjandi byggðum geti hist, kynnst og skemmt sér saman. Þetta er ekki opinber viðburður en við hvetjum alla til að bjóða vinum og kunningjum á facebook og í raunheimum :)

Ást og friður
Liðsheild Sköpunarmiðstöðvarinnar

Sjá viðburð á Facebook