Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra styrkir Sköpunarmiðstöðina 2018

November 15, 2018.

Posted by Una Sigurðardóttir.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlaut 5 milljónir í verkefnastyrk frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra nú í nóvember 2018 á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-20. Mótframlag Fjarðabyggðar vegna styrksins eru 5 milljónir. Fjármununum verður varið í viðhald og viðgerðir á byggingu Sköpunarmiðstöðvarinnar.

“Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. “

Hér má lesa meira um styrkveitinguna: www.byggdastofnun.is