Mur Mur Concert on the 30th of October

October 24, 2015.

Posted by Una Sigurðardóttir.

Sköpunarmiðstöðin býður til tónleika á Dögum myrkurs, föstudaginn 30 október og hefst gleðin klukkan 21:00. Bandið sem mun stíga á stokk er hljómsveitin MurMur frá Egilsstöðum en þeir eru ungt og upprennandi band sem ætla sér stóra hluti.

Við hvetjum því unglinga og ungt fólk á fjörðunum sérstaklega til að mæta en að sjálfsögu er fólki á öllum aldri boðið til gleðinnar eins og venja er :)

Boðið verður upp á kaffi og er aðgangseyrir 1000 kr. Mun sá peningur renna til tónlistarmannanna ungu en þeir stefna á að gefa út plötu á næsta ári og veitir því ekki af stuðningnum.

Hljómsveitin MurMur skipa þeir Ívar Andri Bjarnason frá Egilsstöðum (Gítar og söngur), Bergsveinn Ás Hafliðason frá Fossárdal (Trommur) og Daði Jóhannsson frá Reyðarfirði (Bassi).

MurMur spilar blússkotið rokk í ætt við það sem var að gerast í kringum 1970. Bandið hefur verið á mikilli siglingu síðan það var stofnað og spilað mikið. Má meðal annars nefna Jasshátíð Egilsstaða, Ormsteiti, Gamla símstöðin, Langabúð á Djúpavogi, tónleika með Dútl á Reyðarfirði og Dúndurfréttum í Valaskjálf og svo fékk MurMur boð um að spila á Airwaves.

Stærsta verkefnið eru svo músiktilraunir í apríl.
https://www.facebook.com/Hljomsveitinmurmur
Og á youtube
https://www.youtube.com/channel/UC5pclX_ZAn_fOKDEfoROC7g eða bara leita eftir murmur iceland á youtube

Ást og friður
Liðsheild Sköpunarmiðstöðvarinnar