Þrír klassískir Austfirðingar, 15th of April

April 14, 2016.

Posted by Una Sigurðardóttir.

12901194_10153597643333391_5810880364772751571_oTríóið Þrjá klassíska Austfirðinga skipa Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari.

Á tónleikunum í ár verða m.a. frumflutt verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, þau Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.

Að þessu sinni verða haldnir fernir tónleikar á Austurlandi:
14. apríl, kl. 20:00 – Neskaupstaður, safnaðarheimilið
15. apríl, kl. 20:00 – Stöðvarfjörður, Sköpunarmiðstöðin
16. apríl, kl. 17:00 – Djúpivogur, Djúpavogskirkja
17. apríl, kl. 16:00 – Egilsstaðir, Sláturhúsið

Miðaverð er 1.500 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri sem og nemendur við tónlistarskóla á Austurlandi.

Tónleikarnir og gerð tónverkanna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands. Við kunnum sjóðnum og þeim sem að honum standa bestu þakkir fyrir stuðninginn.