BLÚSHÁTÍÐ á Stöðvarfirði! / BLUES Festival!

May 31, 2016.

Posted by Elena.

Loksins BLÚSHÁTÍÐ á Stöðvarfirði!

Takið síðustu helgina í maí frá því þá blúsum við veturinn burt og bjóðum sumarið velkomið :) Hátiðin er haldin í tónleikasal Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði, ókeypis aðgangur er á hátíðina og allir velkomnir ;D

DAGSKRÁ
27. maí – Föstudagskvöld – húsið opnar kl: 20:00

Fjarðadætur
MurMur
The Borrowed Brass Blues Band
Guðgeir Björnsson

28. maí – Laugardagur – kl: 14:00

Jam session – Í Bankakjallaranum fyrir utan miðstöðina ef veður leyfir, annars inni í Tónleikasal. Allir þátttakendur velkomnir, heitt verður í kolunum og við hvetjum fólk til að koma með eitthvað gott á grillið og njóta dagsins.

28. maí – Laugardagskvöld – húsið opnar kl: 20:00

Blúsband Bjössa Sigfinns
Máni & the Roadkillers
Blúsbrot Garðars Harðar

Sérstakt tilboð er á gistingu og veitingum á SAXA Guesthouse yfir hátíðina. Nánari upplýsingar í síma: 511 3055 eða í saxa@saxa.is. Svartholið Guesthouse styrkir hátíðina um gistingu fyrir listafólkið.